Að hugsa í ranghugmyndum er að kalla yfir sig martraðir!

Upp á síðkastið hef ég verið að upplifa mjög undarlega hluti,,,, hvað er að gerast með mig, eina stundina líður mér eins og ég sé að missa vitið, þá næstu sem ég sé allsgáður og vitið fullkomið, enn eina stundina líður mér sem heimurinn tali til mín en þá næstu tel ég þetta bara ranghugmyndir en oftast standast þær og ég fæ svar sem bendir á það sem ég taldi vera sé rétt.

Eina stundina líður mér sem ég sjái framtíð okkar en þá næstu sem ég geti skapað hana,,, ég veit ekki hvað er að gerast með huga minn en mér finnst sem hann sé að rifna.

Ég upplifi sem ég sjái hlutina frá víðara samhengi en flestir... það gerir mig svo örmagna, ég sé heiminn brotna niður í öreindir sem raða sér saman af svo mikilli snilld og nákvæmni að ég get ekki trúað á þetta bull sem flestir lifa við! Ég fatta ekki hvernig fólk sér það ekki, ég átta mig ekki á því hvernig þetta getur farið framhjá fólki.... Ég sé að misleiðnin er mikil en halló!!! Hver er hagur í því að ráða með valdi þegar hægt er að ráða með fullri samþykkt, samvinnu og ástæðu að stefnu sem skapar bjartari framtíð!

Það er ekkert mál að setja saman samfélag sem vinnur jafnt að sama markmiði, hag landsins sem við lifum í því!

Ég veit ekki hvað er að gerast með mig því ég sé svo sterkan tilgang en samt svo litla ástæðu...... Af hverju ætti ég að vilja hjálpa þeim sem vilja ekki hjálpa sér sjálfir?

Allt mitt líf hef ég reynt að skilja manninn en veistu eftir að ég lærði að skilja hvernig hann er þá er ég ekki lengur svo viss um að ég vilji þekkja hann!

Mér finnst það særandi að sjá hvernig við framleiðum sjálfan okkur í sjálfselsku á kostnað alls sem er! Peningar eru bara myndlíking og því gott að sjá viðhorf fólks í því samhenginu því þá sér maður hvað það er sem fólk raunverulega er!

Allir vilja lifa visst hátt eða við vissan lífstíl sem þrá þeirra gerir ómögulegt fyrir þá að eignast það sem þeir vilja! Sjáðu til að ef við ofmetnumst af lífstíl okkar fer allt að ganga okkur á afturfótunum því við leifum okkur ekki að uppfylla drauma okkar áður en við sköpum okkur nýja. Einnig er best að benda þér á það að hugsa í ranghugmyndum er að kalla yfir sig martraðir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Minn Hugur
Minn Hugur
GURU
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • UA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband