30.5.2013 | 02:57
Draumóramaður
Eitt sinn var maður sem átti sér draum, draum um að draumar hans rættust. Árin liðu er tíminn taldi en dag einn orð honum bárust: Árin líða en ei hafið þér þróast í þann skilning að sjáir þú í trausti þá er það þér mögulegt, og draumar eru bara draumar! Þessi orð breyttu lífi mannsins, en rættust draumar hans?
Maðurinn sá þá fyrir sér ef hann gæti séð það eins og draum þá gæti hann lifað því. Svo hann lét á það reyna og sá sér stóran draum en varð það hans líf?
Nei því draumar eru bara draumar og því var sýnin ekki næg en þó gat hún sannarlega undirlétt ef notuð væri rétt.
Eftir margar tilraunir með sýn á markmið voru vonbrigði honum efst í hug! Þegar ný orð bárust og sögðu: Hugrekki felst ekki í að vera óttalaus, heldur felst hugrekki í að takast á við óttann!
Þessi orð breyttu lífi mannsins þar sem vonbrigði voru honum mikill ótti af sökum fyrri rauna. Maðurinn ætlaði sér því næst að láta á óttann reyna og sá fyrir sér stóra sýn sem hann ætlaði að hoppa á og tækla í einu stökki! En gerði hann það?
Þvert á móti! Hann vissi ekki hvar átti að byrja því hann kunni ekki á þróunina þó sýnin væri skýr!
Því minnkaði hann alltaf sýn sína í smærri og smærri til að finna byrjun sem hvergi var nærri. En dag einn bárust honum orð að vana: Þig dreymir enn og brotið hugrekki hefur því að skipulag þig skortir!
Hann settist því niður, lét sig dreyma og byggði upp sinn hug til að sigrast á næsta verki, skipulag af draum sem endaði með meistaraverki!
by Einar B Bragason
Maðurinn sá þá fyrir sér ef hann gæti séð það eins og draum þá gæti hann lifað því. Svo hann lét á það reyna og sá sér stóran draum en varð það hans líf?
Nei því draumar eru bara draumar og því var sýnin ekki næg en þó gat hún sannarlega undirlétt ef notuð væri rétt.
Eftir margar tilraunir með sýn á markmið voru vonbrigði honum efst í hug! Þegar ný orð bárust og sögðu: Hugrekki felst ekki í að vera óttalaus, heldur felst hugrekki í að takast á við óttann!
Þessi orð breyttu lífi mannsins þar sem vonbrigði voru honum mikill ótti af sökum fyrri rauna. Maðurinn ætlaði sér því næst að láta á óttann reyna og sá fyrir sér stóra sýn sem hann ætlaði að hoppa á og tækla í einu stökki! En gerði hann það?
Þvert á móti! Hann vissi ekki hvar átti að byrja því hann kunni ekki á þróunina þó sýnin væri skýr!
Því minnkaði hann alltaf sýn sína í smærri og smærri til að finna byrjun sem hvergi var nærri. En dag einn bárust honum orð að vana: Þig dreymir enn og brotið hugrekki hefur því að skipulag þig skortir!
Hann settist því niður, lét sig dreyma og byggði upp sinn hug til að sigrast á næsta verki, skipulag af draum sem endaði með meistaraverki!
by Einar B Bragason
Um bloggið
Einar Bragi Bragason
Tenglar
Heimurinn
- Life in The Universe Documentary Documentary
- Documentary The Universe Quantum Physics Microscopic Universe Documentary
- Secrets of the Dark Ages - Barbarians Barbarians
- Heimasíða Venus project.
Zeitgeist
Trúmál
- Religulous Ég hef aldrei hlegið eins mikið af trúmálum!!
The Secret
- Learn to use the most powerful words ever (The Power of I-AM)
- The Secret (FULL MOVIE) The Secret
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.