Þessi pistill er viss tilraun

 

Þessi pistill er viss tilraun sem mig langar að prufa, þessi pistill er skrifaður með aðferðafræði sem notuð er til að tala til undirvitundarinnar. Það er gert með því að leggja mikla áherslu á orðið Ég og sterkar staðhæfingar á eftir. Þessi aðferð er okkur mjög algeng því við hugsum á þennan hátt þegar við tölum til okkar sjálfra. Þessi pistill er byggður til að vekja upp skilning á aðferðafræði hugsunar. Þrátt fyrir alla þá þekkingu sem við teljum okkur hafa þá er nokkuð sem virðist hafa farið framhjá flestum.

Það stendur skýrt í trúarbrögðum okkar að við eigum að leita innra með okkur og þá fáum við svarið. Til eru mörg lögmál sem lýsa því fyrir okkur að við séum innrömmuð í vissa veröld. Þá er einnig að finna margar ábendingar sem benda til þess að ekki sé allt sem sýnist, því sé boxið raunverulega sveigjanlegt.

Sá sveigjanleiki sem í veröld okkar býr er svo rosalegur að hugur okkar er allt of smár til að geta gert sér grein fyrir því. Þó er vonin ekki úti enn því maðurinn hefur nú þegar náð því marki að skrá allt hjá sér, því miður virðist það samt vera mest það sem honum er ekki sama um! Þetta gefur okkur glögga sýn á þá aðstöðu sem við búum við. Við erum sem umhverfi okkar og umhverfi okkar er endurspeglun af okkur sjálfum. Þá þarf að taka mat af gildismati upplýsingaflæðis sem verður til við skráningu hugsana og/eða upplifana. Við höfum nokkuð sem við köllum vont Vs. gott, Það heitir jákvætt Vs. neikvætt innan sálfræðinnar og Guð Vs. Djöfullinn í kristintrú og svo má lengi telja. Þessi skali veltur á skráðum upplifunum fortíðar og má glögglega sjá hvernig nútíma samfélag reynir bara að lifa á vandanum, þetta er ekkert ný til komið þetta er búið að loða við manninn frá upphafi ritmáls. Þó er alltaf til fólk sem sér bara það góða í öllu því sem miður er og það hefur bent okkur á vissa möguleika sem gerir það að verkum að ef við lærum á þá verða hlutirnir meira eins og við viljum í stað andstæðu.

Frá því að Ég var barn hef Ég heillast af þessum heim, það er einkvað svo stórkostlegt við hann!

Ég get ómögulega skilið hvernig allt getur verið!

(Enda skiptir það ekki máli, það bara er!)

 

Líf mitt hefur liðið hjá og Ég leitast þess eins að falla inn að umhverfi mínu, þó fátt virki að fullu, Ég reyni svo að Ég fyllist innri togstreitu. Ég losa mig við togstreitu mína með því að ....fylltu í eyðuna....

Mér líður sem mér líður því Ég er sem Ég er.

(Það er raunar engin skíring fyrir því af hverju við erum eða hvert við stefnum enda þegar öllu er á botninnhvolft þá skiptir það raunar engu máli!)

 

Ég velti því þá fyrir mér hvað skiptir þá raunar máli? Ég veit allt um fortíð mína, Ég lifi í núinu og Ég „hef skýra“ stefnu til framtíðar.

(Hver veit hvað búa kann í framtíðinni?) „þeir sem horfa þangað ættu að vita það“.

 

Getum við spáð til um framtíðina? Já eða getum við skapað hana,,,, hvort getum við spáð eða skapað?

 

Hvernig virkar þetta allt?

 

Ég velti því verulega mikið fyrir mér hvað það er sem skiptir mestu máli, Ég hef komist að því að það er bara álitamál!

Verðum við þá að átta okkur á álitum til að falla inn, já eða geta haft áhrif á einhvern hátt!?

(Nei ekki nauðsynlega þar sem álitamál speglast bara af fólki við framkomu þó viðkomandi sé ekki einu sinni sjálfur sannfærður. Álitamál eru þættir sem við tökum upp frá umhverfi okkar, okkur þarf ekki að líka álitið en við göngum að því til að þóknast öðrum.)

 

Svo kann álitamál þá vera lykilinn af þessu öllu?

(Nei því álit er breytilegt!)

 

Framkoma er speglun af áliti, svo hvernig stýrum við framkomu?

(Með því að móta álit! Þeir sem stjórna tísku eru stöðugt að móta álit fólks með eftirtektarverðum hætti og verður því stöðugt stærri þáttur af þjóðfélagsmótun okkar.)

 

Eftirtekt kann þá vera svarið, ekki satt? Að það sem við tökum eftir mótar okkur?

(Eftirtekt er bara viðmót, stutt augnablik sem endurtekur sig í sífellu. Við getum samt tekið eftir einhverju sem loðir fast við okkur í lengri tíma, það dregur jafnvel úr athygli okkar á aðra hluti.)

 

,,, það mótar okkur! Ekki satt?

(Ja jú á vissan hátt en þar er verið að tala um heildarupplifun (þú ert farinn að fylgjast með), ekki bara einfalda eftirtekt.)

 

Ef allt er álitamál hvernig getur það þá passað við umhverfið og mig? Ef umhverfi mitt mótar álit mitt hvað er það þá sem ég hef stjórn á?

(Álitaval! Mótun álita! Skilja til hvers álitið raunverulega er! o.s.f...)

 

Svo við ráðum þá ekki hlutunum raunverulega því þeir gerast bara af einskonar tilviljun?

(Já og nei,,,, þetta felst allt í því hvernig þú upplifir það, ef þér teljið þig ekki hafa einkvað skortir þig það ef þú gleðst yfir að hafa einkvað þá er þér fullnægt)

 

(Þetta er bara álitamál)

Á Ég að lifa í sátt við sjálfan mig eins og Ég er?

(Hvað finnst þér?)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Minn Hugur
Minn Hugur
GURU
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • UA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband