Hamingja (Viðbót við Athugasemdir)

Langaði bara að þessar upplýsingar kæmu fram á forsíðunni hjá mér. 

Það sem við hengjum okkur samt á er framboð og eftirspurn! Við sjáum allt eftir getu þess sem getur borgað mest. Þetta er fráleidd hugmyndafræði! Ég horfi lítið spenntur inn í framtíð okkar ef við ætlum að miða okkur við fortíð okkar, hún hefur ekki komið okkur lengra en hingað þó sumir telji að hún hafi getað verið mjög þróuð en bara á annan hátt.

Þjóðfélagslíkan okkar er með öllu eins og heildar hugur okkar allra! Stafar það af því að fortíðin hafi verið svo góð, sniðug og virkað vel til uppbyggingar samfélagslíkana (regluramma, stjórnarhátta, skiptingar o.s.fr) að ekki gerist þörf til endurskoðunar eða þróunar í takt við nútímann.

Hvað er það sem fortíð okkar hefur kennt okkur? Fortíðin er það sem við erum, en af hverju höfum við lagst á þessa þekkingu eða hví erum við með hana yfir höfuð og áhuga á henni í þokkabót?

Hvað er það í umhverfi okkar sem mótar stefnu okkar? Er það fortíðin? Er það núið? Eða gæti það falist í sýn til framtíðar?

Hver er sá raunveruleiki sem við viljum sjá? Hvað er það sem við leitumst eftir? Hví finnum við ekki allt sem við leitum af? Kann vera að einkvað sé til í öllum þeim gömlu spakmælum og kenningum um ótal ólík lögmál?

Kann vera að við hugsum eftir þeirri fegurð sem við sjáum? Ef þú getir ekki notið fegurðar tilverunnar, fegurðar ólíkra persóna (þó ekki alltaf góðir séu), fegurðar í sjálfum þér jafnt sem og öllu öðru ferð þú að sjá lífið litlaust og innihaldslítið (fækkandi möguleikum)!

Við leitum svara við spurningum sem ekki er ætlað að svara (kallast vangaveltur) því okkur er ekki ætlað að vita svarið! Spurningar skapa möguleika, möguleikar velta á því hve mörg ólíksjónarhorn hægt er að sá á einu og sömu spurningunni. Þá kemur listinn að finna svarið! Svarið felst í því að leita eftir hvernig má leysa hlutinn! Ef þér vill takast einkvað þarftu að sjá hvernig þú ferð að því ekki hvernig þér gæti mistekist það á ótalvegu!

Persónulega held ég að samfélög dafni og deyi eftir trú fólks á samfélagið! Hvaða möguleika samfélagið hefur og hvert stefnir það til framtíðarinnar! Bjartsýni er sterkasta trú sem við getum haft fyrir okkur sjálf því það gefur jákvæðamöguleika sem stuðla að bættu umhverfi.

Er glasið hálf fullt eða er það hálf tómt? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Minn Hugur
Minn Hugur
GURU
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • UA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband