Lífstíll

Við lifum öll vissum „lífstíl“, við tilheyrum flokki fólks, stigskipt eftir menntun/atvinnu o.s.f. Við eltum ólíka klæðaburði, manngerðir, lifnaðarhætti, mataræði o.s.f. Við teljum okkur vera eitt eða annað því við finnum öryggi og/eða óöryggi okkar þar! Við leitumst eftir því sem við þekkjum eða teljum okkur geta treyst.

Við teljum okkur oft geta treyst einhverju en svo verður raunin önnur, við leitumst svo réttlætingar með ólíkum leiðum með aðstoð ólíkra aðila.

Raunar er allt álitamál sem við erum flækt inn í, við berjumst um eftir bestu getu en af gæfu hafa sumir fengið nægjanlega takmarkað vit til þess að geta notið sín í þeim raunveruleika sem við búum við.

Allt frá æsku árum mínum hef ég fengið að lifa við þá aðstæður sem vart teljast bjóðandi hvað þá ákjósanlegar. Gera slíkar aðstæður fólk eins og mig, einfaldan aðila sem byggi sannfæringu sína á aðstæður eftir þeim rökum sem þeir hafa fengið um tiltekið efni.

Sumar „ómeðvitaðra“ áherslna minna eru endurspeglun umhverfis míns, áherslur þeirra sem ég umgekkst. Ég er enn í dag mörgum árum eftir að ég byrjaði að móta þekkingu mína svo ég gæti mótað mér þann lífstíl sem ég teldi mér ákjósanlegastan að losa mig frá þeim áherslum sem miður eru mér. Ég hef leitað víða af stað þar sem ég gæti passað inn en einhvernvegin ekki fundið mig innra með því sem ég hef verið að skoða.

Ég hef alltaf litið á sjálfan mig sem einskonar listamann, hetju eða Alfa. Ég er barn sköpunarinnar líkt og þið öll hin, eini munurinn á mér og flestum öðrum er að ég hugsa skapandi, leiðandi og lifi í lausnum. Ekkert verk er mér of flókið til að geta tekist á við það á einn eða annan hátt, ég veit að ég get þurft að afla mér upplýsinga samhliða því sem ég er að vinna að.

Mér hefur aldrei geðjast af menntakerfinu, það kann vera sökum þess árangurs sem ég náði, streitu eða Guð má vita hvað. Satt að segja skiptir það engu máli því það hvað ég hef  lært skiptir ekki máli fyrir framtíð mína No sir no siry! Það sem ég læri í dag kann standa í gleymsku er ég þarf á því að halda, þó er undirbúningur alltaf góður. Svo hægt sé að undirbúa sig þá þarf maður að vita hvert maður er að fara, því þurfum við að bera traust á hugmyndir okkar!

Persónulega kem ég úr fremur brotnu umhverfi, ég lenti mikið í félagsskap með krökkum í sambærilegri stöðu, við vorum börn þrælanna! Fólk sem vann, lærði og allt sem þurfti svo þóknun þeirra í samfélaginu væri næg svo þeir “gætu náð endum saman“. Foreldrar sem vinna mikið, hafa ekki tíma fyrir börnin sín missa af mikilvægum tíma í lífi sínu því barnið er lifandi minning foreldra sinna! Börnin endurspegla sitt fyrra umherfi svo gefa þarf þeim það umherfi sem virkjar þau í stað þess að vanvirkja! Ef börn hlíða ekki þá er það sökum sinnubrests í uppeldisferlinu! Að læra af fyrirmynd okkar er okkur meðfætt, að vera sem umhverfi okkar segir okkur að vera, svo skulum við að okkur að vera!

Persónulega hef ég lifað því lífi að ég hef oft spurt sjálfan mig af hverju í fjandanum ég! Hvað hef ég gert til að verðskulda það að vera hér! Hver er fjandans tilgangurinn með þessu öllu! Hvar og/eða hvernig endar þetta svo allt?

Óöryggi er mér mjög kunnuglegt en góðum vönum er ég gæddur þó frasar og framkoma mín endurspegli svolítið það umhverfi sem ég kem úr! Ég er hreinskilinn, ég á erfitt með að segja ósatt en þegar ég geri það veit það enginn! Tunga mín er sem gjöf frá Guði! Sannfæringar máttur minn er mikill og þreytist fólk því fljótt að rökræða við mig. Ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér! Því allt er ekki hægt að vita en margt er hægt að grípa úr lausu lofti! Til finnast leiðir til að lesa í umherfið, skilja persónurnar sem rætt er við, lesa í líkamsburð, útlit o.s.f.

Ef við þekkjum þær leiðir vel sem segja okkur allt! Allt sem vita þarf hverju sinni þá eru okkur allir vegir færir. Það er bara eitt sem getur staðið í veg fyrir þeim sem slíka náðargjöf hafa og það er hugrekki! Hugrekki er ekki óttaleysi heldur þor til að takast á við hræðsluna!

Við lifum mjög svo á hættulegum tímum ef svo má að orðum komast, hvað er okkur mögulegt að gera hvert öðru? Það veltur á því hvað ótti okkar getur dregið okkur langt!

Við getum lifað í tvær ólíkar áttir, af öryggi og stolti eða ótta og ranghugmyndum!

Öryggi og stolt felst í sjálfstrausti á framtaksemi persónulegra hugmynda! Ef við hugsum mikið um einkvað sem ekki getur orðið sökum takmarkaðrar trúar á hugmyndina sjálfa, alla örðugleika sem hugmyndin getur haft, hvaða hnökrar kunna standa í vegi og hvort hægt sé að bera traust á hana yfir höfuð kallast ranghugmyndir! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Þorsteinsson

Gott hjá þér, gangi þér sem best.

Steinar Þorsteinsson, 23.6.2013 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Minn Hugur
Minn Hugur
GURU
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • UA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband