26.11.2012 | 22:18
Skynjun
Öll göngum við í gegnum ólíka hluti á lífsleið okkar og er það ástæðan fyrir ólíkum persónuleikum okkar, meira að segja má rekja tímabil í lífi okkar til ólíka innripersónuleika í okkur sjálfum. Persónuleiki okkar er afleiðing orsaka en ekki orsök gjörða okkar, það er hreinn misskilningur að persónuleiki okkar hafi einhvað með áhvarðanir og viðbrögð okkar að gera! Við erum afleiðing en ekki orsök þó svo að viðbrögð okkar séu orsök þess sem á eftir kemur.
Það er ekki sjálfgefið að vera sammála þessu! Það er vegna þess að við berum öll ábyrgð á því hver við erum þó svo við höfum ekki valið okkur viðhorf okkar. Það er bara samt svo að okkur er það ekki í blóð borið að bregðast rétt við aðstæðum, heldur er það viðhorf okkar sem stýrir því hvernig við bregðumst við!
Viðhorf okkar mótast af yfirliggjandi upplýsingum í huga okkar, yfirliggjandi upplýsingar í huga okkar eru þær upplýsingar sem eru ferskar, síupprifjaðar og þær sem hafa sterk áhrif á okkur! Þær upplýsingar sem hér umræðir eru allar upplýsingar, hvort sem þeim er aflað eða hafa orðið til af upplifun. Allt sem hugurinn festir eru upplýsing/ar!
Upplýsingar er það sem mótar viðhorf okkar og viðhorfið er undirstaða persónuleika okkar. Það er t.d til fólk sem er mjög áhrifagjarnt og er það fólk sem hefur mjög lágt viðhorf! Lágt viðhorf byggist á viðhorfinu sjálfu, það er ekkert rangt við að vera með lagt viðhorf því viðhorf er bara viðhorf og þarf því að athuga hvaða upplýsing/ar valda þessu hjá hverjum fyrir sig!
Við fæðumst í þennan heim viðhorfslaus því við höfum takmarkaðar upplýsingar til að byggja viðhorf okkar á en talið er að viðhorfsmótun hefjist á öðru ári og því ástæðulaust fyrir þann tíma að reyna að gera sér í hugarlund afstöðu með eða á móti tilvistar þáttum. Við höfum þó annað sem er þess í stað og kallast það forvitni! Forvitni er nokkuð sem er innbyggt í eðlisávísun okkar (meðfætt),því eru börn börn, þau eiga að fá að vera forvitin svo þau geti safnað upplýsingum!Forvitni fylgir flestum okkar alla ævi enda er það drifkrafturinn fyrir því að við sækumst eftir því að læra stöðugt nýa hluti!
Tilfinningar okkar eru ekki meðfæddar heldur eru þær afleiðing, jújú við fæðumst með vissar tilfinningar sem má rekja til meðgöngu og því er skapgerð barna byggð á tilfinningasveiflum móður af meðgöngu! (!Vísindalega sannað!). Eftir því sem hefur komið framm í ransóknum á fóstrum þá byrjar uppeldið mun fyrr en áður var talið eða strax á 3-6 mánuði á meðgöngu!
Við erum samsetning af ótal upplýsingum sem koma í gegnum skynfæri okkar og er skynfæri sem hefur verið okkur hulið af þeirri ástæðu að við áliktum það nær heilagt og kallast það tilfinningar! Tilfinningar okkar eru ekki afleiðing heldur andlegt skynfæri sem skynjar andlegan líðan okkar á líðandi stundu. Hefur þú einhverja tilfinningu sem er gömul? Ef svo er þá nei það er ekki satt hjá þér því tilfinningin getur ekki verið gömul! Tilfinningar eru alltaf í núinu eins og snertiskyn þitt og má rifja upp tilfinningar en það þýðir samt ekki að þær séu gamlar tilfinnignar því þú kallar þær framm með hugsunum þínum og því eru tilfinningar þínar alltaf ferskar, ástæða þess að hægt er að rifja upp tilfinningar er að ekki hefur verið tekist á við þær að fullu! Ef við breitum viðhorfi okkar gagnvart einhverju breitist tilfinning okkar samtímist því túlkunin á skynjuninni breitist! Ef við teljum okkur trú um einhvert tiltekið viðhorf en sanfærumst ekki þá er ekki um viðhorfbreitingu að ræða! Viðhorf okkar er alltaf sanfært þar til það er brotið niður með rökum sem sanfæra okkur um einhvað annað!
Viðhorf okkar er í raun undirstaða tilfinninga okkar því viðhorf okkar sér ekki bara um að skapa okkur skoðun/skoðanir heldur einnig sér viðhorfið um túlkun! Tilfinningar eru skynjun á innra ástandi sem verður til vegna túlkunar á hugaróra og ytri aðstæðum eftir því hvað við á hverju sinni. Ytri aðstæður eru ALLT sem kemur ekki beint frá okkur sjálfum og því eru ytri aðstæður oftast stærri en það box sem hugur flestra er takmarkaður í!
Til að geta höndlað tilfinningar þarf fólk oft að takmarka umhverfi sitt með því að setja sjálfan sig í box til að takmarka áreiti. Allt áreitir er til að þroska okkur og því ekki gott að loka sig af í boxi umhverfis og tilfinninga og þar með viðhorfa! Við meigum heldur ekki láta mata okkur af upplýsingum eins og er mjög algengt er að fólk geri því það mótar viðhorf okkar okkur óviðráðið! Við verðum að læra að velja og hafna upplýsingum því það er það sem mótar viðhorf okkar og þar með tilfinningar okkar! Að velja og hafna upplýsingum er heldur ekki svo auðvelt því við miðum jú allt við það sem fyrir er og öðruvísi getur það ekki verið!
Satt að segja þá ert þú EKKI þú af þeirri ástæðu að þú ert bara þú! (Nei) þú ert þú því mötun vissra upplýsinga úr umhverfi þínu vega sterkar en aðrar!
Dáleiðsla er gott dæmi um það sem hér hefur komið á undan! Það er hægt að hafa áhrif á viðhorf fólks með því að koma því í svokallaðan Trans sem er mjög djúpt andlegt ástand og setja þar inn upplýsingar sem hafa svo bein áhrif á undirvitund þeirra. Dáleiðsla er ekkert bull þó svo að margir trúi ekki á dáleiðslu, það er reyndar svo að til finnast nokkrar ólíkar tegundir á dáleiðslu þó svo að niðurstaða þeirra séu sambærilegar. Það hafa þróast nokkur afbrigði af dáleiðslu því mótstaða viðhorfa þeirra sem á að dáleiða kemur í veg fyrir að hægt sé að koma þeim í Trans. Til að koma fólki í Trans þarf viðkomandi sem á að dáleiða að bera virðingu og/eða traust til dáleiðarans annars neitar undirvitundin að slaka nóg á svo hægt sé að hafa áhrif á hana!
Jæja læt þetta duga að sinni, hlakka til að sjá hvort fólk þorir að setja sitt viðhorf á því sem hér hefur komið framm þó svo ég efi það stórlega þar sem viðhorf flestra er svo hrátt og viðkvæmt að það hræðist viðbrögð!
P.s
Hrátt viðhorf er viðhorf án rakar!
Um bloggið
Einar Bragi Bragason
Tenglar
Heimurinn
- Life in The Universe Documentary Documentary
- Documentary The Universe Quantum Physics Microscopic Universe Documentary
- Secrets of the Dark Ages - Barbarians Barbarians
- Heimasíða Venus project.
Zeitgeist
Trúmál
- Religulous Ég hef aldrei hlegið eins mikið af trúmálum!!
The Secret
- Learn to use the most powerful words ever (The Power of I-AM)
- The Secret (FULL MOVIE) The Secret
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vona að þessi færsla hafi ekki neikvæð áhrif á neinn því ef svo er þá hefur mér ekki tekist ættlunarverk mitt Ég er ekki að gagnrýna fólk með þessari færlu heldur er ég að reyna gefa fólki skilning sem getur hjálpað þeim til að átta sig á því að það getur verið eins og það vill ef það setur metnað sinn í viðhorfsmótun Ég vonast til að fólk átti sig á því að viðhorfið er undirstaða línan þess og þar með möguleikum þess í lífinu!
Minn Hugur, 27.11.2012 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.