Samfélagssálin.

Það er vitað mál að hver og ein manneskja hafi sitt persónulega sálarlíf. Sú þekking sem til finnst á sálarlífi einstaklinga er talsverð enda sálfræði bæði viðurkennd og virt starfsgrein.

  

Sálfræði finnst í mörgum mismunandi formum en þó virðist ein tegund sálfræði skorta sem er samfélagssálfræði.

  

Þegar vel er að gáð þá má sjá að hugur manna er sveigjanlegur og er manninum gefinn þann hæfileiki að geta aðlagað sig að næstum hvaða kringumstæðum sem er. Við það að maðurinn hafi þennan skemmtilega hæfileika þá verðum við að átta okkur á því að umhverfi spilar mikið inn í hegðunarmynstur (atferli) einstaklinga.Því er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að þjóðfélag okkar hefur „hugarástand“  útaf fyrir sig! Þetta hugarástand mætti kalla samfélagssálina sem  mótast á sambærilegan hátt og sálarlíf einstaklinga að því leitinu til að í stað stakra hugsana þá eru einstaklingar.

  

Ef við blöndum t.d saman tveimur ólíkum samfélögum á einn og sama stað eins og víða er gert myndast togsteita sem má líkja við geðklofa í samfélaginu! Vitað er að víða þar sem erlendir flóttamen og konur eða raunar fólk sem er af sama bergi brotin halda sig að miklu leiti á sama svæði í því landi sem það flytur til. Það er vegna þess að þau hafa sambærilega upplifun fyrir samfélagskerfinu (samfélagsálinni) og því finna þau fyrir vissu öryggi í því að vera í nálægð hvert við annað. Það öryggi sem þetta fólk finnur fyrir við að halda sig í nálægð hvert við annað stafar af hræðslu við fordóma og misskilning vegna tungumálaörðuleika. Ef satt skal segja þá má líkja þessu við minnimátakennd sem hver og einn getur fundið fyrir ef viðkomandi finnur fyrir óöryggi. Óöryggi veldur oft á tíðum ranghugmyndum og þar með sjálfsgagnrýni sem raunar eru fordómar á sjálfan sig. Það er til nokkuð sambærilegt ástand sem verður til í samfélaginu sem er kallað fordómar!

  

Fordómar eru ekkert annað en þekkingarleysi á aðstæðum eða einstaklingum samhliða skoðun sem raunar á ekki rétt á sér! Þegar að við reynum að móta okkur skoðun á einhverju sem við þekkjum ekki þá erum við að fordæma það tiltekna. Þó þarf að huga að því að við fordæmum oft hluti út frá einhverju sem við teljum sambærilegt. Satt að segja þá er það óraunhæfar skoðanir því við getum ekki dæmt fólk útfrá hegðun annarra né aðstæður út frá öðrum þó svo að um sambærilega einstaklinga eða aðstæður er um að ræða.

  

Viss tegund á geðveiki er þannig að fólk framkvæmir sama hlut aftur og aftur með von um breytta útkomu. Ef þessi geðveiki er skoðuð aftur á bak þá má sjá að sama á sér stað ef við komum með margar ólíkar aðstæður (útkomur) og væntum sömu niðurstöðu! Þessi brenglun á sér rök í orsök og afleiðingu við getum ekki breitt orsökinni og fengið sömu afleiðingu. Þjóðfélagssálin er því mun raunverulegri og sambærilegri sál einstaklinga en fólk raunverulega gerir sér grein fyrir því orsök og afleiðing er grunnur hvortveggja í senn!

  

Í vissri kaldhæðni er hægt að sjá að margt sem er talið „sambærilegt“ er ekki bara „sambærileg“ heldur raunar sami hluturinn í mismunandi mynd eins og t.d að selja einkvað þó um mismunandi varning sé um að ræða þá er um sölu að ræða! Það er ekki svo auðvelt að sjá út einstaka samlíkingu í umhverfi sem er eins ólík sjálfu sér og raun ber vitni. Ef við horfum til samanburðar og svo orsakar og afleiðinga þá er munurinn svo mjór að erfitt er að gera grein þar á milli og því er það ósköp eðlilegt að fordómar eigi sér stað.

  

Þroski er eitt af þeim verkfærum sem við notum til að gera grein á milli sambærilegra hluta og því þroskaðri sem við erum því nákvæmari mun getum við séð á líkum þáttum! Þroski er í raun þekkingarform og því er nær ómögulegt fyrir tvo einstaklinga að vera jafn þroskaðir því við þroskumst öll á mismunandi stigum. Einn einstaklingur getur verið þroskaðri á einu sviði en annar en á sama tíma óþroskaðri á öðru sviði!

  

Að móta sér skoðun án þess að þekkja vel inn á það sem við mótum okkur skoðun á þá erum við í bókstaflegri merkingu að fordæma! Því miður eru ekki margir sem átta sig á því að með því að dæma einn fyrir fordóma þá er maður að fordæma, því sjaldnast vitum við af hverju viðkomandi fordæmir!

  

Fordómar eiga rætur sínar að rekja í samfélagsímyndina og er samfélagsímyndin partur af samfélagssálinni. Kröfur, væntingar, framkoma, fordómar o.s.f sem flestir þegnar þjóðfélagsins hafa eru þættir sem mótar samfélagsímyndina.

  

Raunverulegur vandi nútíma samfélaga er ekki persónulegar skoðanir einstaklinga heldur heildarinnar, ef við förum nánar út í það þá er t.d úrvinnslu möguleikar á kreppunni ekki fólgin í því fólki sem á að vinna að lausn heldur því trausti sem það fær frá samfélaginu! Til að viðskipti geti blómstrað þá þarf fólk að bera traust á viðskiptunum. Það skiptir ekki máli hvaða viðskipti eiga sér stað ef ekki ríkir traust á þeim geta þau ekki blómstrað!

  

Í dag er allt í klessu, verbréfahallirnar sveiflast hratt upp og niður því þeir fáu sem bera traust á þeim eru þeir sem eru með skyndigróða hugsanir og er þar ekki um beint traust að ræða heldur fjárhættuspil sem ansi margir hafa „gaman“ af. Ef við viljum fá jafnvægi í samfélagssálina aftur þá þurfum við að fara bera meira traust til þeirra manna og stofnana sem stýra ferðinni því ef við ætlum stöðugt að fordæma þau fyrir þann vanda sem fáir menn komu þjóðum okkar í þá er ekki hægt að laga þennan vanda!

  

Hvað er það sem við sækjumst eftir? Öryggi er númer 1,2 og 3, öryggi mótast við jafnvægi og jafnvægi verður til við skipulag!

  

Ef við viljum fá góðæristímana aftur þá er það ekkert mál! En það sem þarf að eiga sér stað fyrst er traust til þeirra sem með völdin fara því þau sem stýra ferðinni verða að hafa þann sveigjanleikann sem til þarf til að móta nýtt skipulag sem svo aftur á móti myndar jafnvægi og öryggi!

  

Er raunverulega hægt að treysta þeim sem með völdin fara? Satt að segja þá skiptir ekki máli hver fer með völd það eru svo margir þættir sem hafa áhrif á ákvarðanatöku þeirra. Ákvarðanir stjórnvalda eru oftast ekki af persónulegum grunni byggðar enda er óhagstætt fyrir stjórnvöld að taka ákvarðanir sem koma niður á þjóðinni því þeirra tekjumöguleikar í starfi sem stjórnmálamenn veltur á þjóðinni og því ef þeir taka rangar ákvarðanir kemur það niður á þeim sjálfum!

  

Stjórnmál og viðskipti eru háð vissu trausti sem bæði þarf að ríkja í hópi þeirra jafnt sem og í samfélaginu. Kúnnar og kjósendur eru fyrir það mesta sama fólkið og því ekki svo fjarstætt að líkja saman stjórnvöldum og viðskiptum enda eru stjórnmál tegund á viðskiptum.

  

Ef rétt skal vera rétt þá er ríkið í raun eins og eitt risavaxið fyrirtæki sem sér um að halda þjóðfélagskerfinu gangandi! Frelsishyggja er viss stoð í samfélaginu sem er sambærileg og undirverktaki.

  

Það er ekki hægt að reyna að horfa á samfélagið bara sem samfélag því það eru ótal þættir í samfélaginu sem tengjast markaðskerfinu! Markaðskerfið er það sem skapar atvinnu í landinu og ef fólk ætlar að vera með gagnrýni á markaðskerfinu á sama tíma og það óskar eftir meiri atvinnu þá þarf það virkilega að hugsa sinn gang! Markaðskerfið er háð stjórnvöldum því stjórnvöld halda utan um kerfið sem er notað í landinu sem á svo að sjá um visst jafnvægi í samfélaginu.

  

Það er alveg satt að margt hefur mátt vera betra í stjórnarkerfinu en það er ekki lagað með því að sparka öllum frá sem eru ekki á fullu að breyta því stöðugt. Breytingar er ekki alltaf lausn og þar sérstaklega ekki ef þær breytingar sem teknar eru hafa ekki reynslutíma að baka því þá er ekki vitað hvernig langtíma útkoman kæmi til með að vera. Einnig eru breytingar ekki alltaf æskilegar því í kringum breytingar þarf kerfið að fá aðlögunartíma sem skilar svo ekki öruggum bata á samfélaginu.

  

Hættulegustu breytingar sem hægt er að taka eru breytingar sem gerðar eru með byltingu! Byltinga breytingar geta valdið ringulreið í för með sér og tekur tíma fyrir allsherjar breytingar að festast í vanann hjá þegnum og rekstri sem er í landinu!

  

Það er ekkert að því að skoða reglulega uppstokkun í stjórnmálaflokkunum og jafnvel endurraða flokka valdi svo einkvað sé nefnt í þeim málunum. Eins og hefur komið fram áður það skiptir ekki máli hver fer með völd en vissar áherslur geta breyst með endurröðun þó heildar útkoman verði mjög nálægt því sú sama. Allir möguleikar stjórnvalda á einkvers konar þjónustu við þegna landsins velta alltaf á því fjármagni sem stjórnvöld hafa til að spila úr hverju sinni. Ef ríkið þarf að taka lán til framkvæmda þá þarf að borga það niður á vissum tíma sem er ekki alltaf plús því lánataka ríkisins er ekkert svo ósambærileg öðrum lánum sem flestir einstaklingar þekkja það þarf að borga vexti af öllum lánum! Bara fyrir þá vexti sem verða til vegna lánatöku ríkisins velta gríðarlegum upphæðum sem aftur koma svo niður á skattgreiðendum!

  

Ef rétt skal vera spilað úr spilunum þá þarf að setja kerfið upp þannig að þjóðarframleiðsan sé næg! Fjármagnsstreymi inn í landið kemur í gegnum vörur/þjónustu sem er seld úr landi eða í gegnum túrismann.

  

Þjóðfélagssálin er háð jafnvægi en ekki fullkomnun alveg eins og við sem einstaklingar, við finnum fyrir öryggi í jafnvægi ekki fullkomnun! Jafnvægi er stöðuleiki og hefur ekkert með fullkomnun að gera og meira að segja myndar fullkomið jafnvægi vissan óstöðuleika!


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Minn Hugur
Minn Hugur
GURU
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • UA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband